Leita tilboða í lokun og frágang á urðunarstað
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, KADECO, auglýsir eftir tilboðum í lokun og frágangi á urðunarstað við Smiðjutröð að Ásbrú í Reykjanesbæ.
Verkið felst meðal annars í eftirfarandi þáttum: Uppfylling og útjöfnun á tæplega 160 þúsund fermetra svæðum; útlagning allt að 100 þúsund rúmmetra af mold sem yfirborðsþéttingu í tveimur lögum; útlagningu 6000 rúmmetra af möl í hriprásir; skurðgreftri; sáningu og lokafrágangi á yfirborði.
Það er Almenna verkfræðistofan sem selur útboðsgögn en tilboð verða opnuð þann 19. janúar nk.