Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Leita samstarfsaðila um Víkingaheima
  • Leita samstarfsaðila um Víkingaheima
Fimmtudagur 15. janúar 2015 kl. 08:50

Leita samstarfsaðila um Víkingaheima

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ ætla að freista þess að styrkja stöðu Víkingaheima enn frekar með því að leita eftir áhugasömum og fjársterkum samstarfsaðilum um rekstur Víkingaheima. Helsta aðdráttarafl hússins sé víkingaskipið Íslendingur sem Gunnar Marel Eggertsson og áhöfn hans sigldi yfir hafið til Ameríku árið 2000 til að minnast landafundanna.

Uppgangur sé í starfsemi Víkingaheima, gestum fjölgar jafnt og þétt og þeir gefa bæði sýningum og starfsfólki góða einkunn í könnun sem gerð var á safninu. Þá voru þátttakendur einnig beðnir um að gefa ýmsum þáttum er varða Víkingaheima einkunn á bilinu 1-10. Ekki þarf að koma á óvart að bæði á meðal erlendra og innlendra ferðamanna fékk víkingaskipið Íslendingur hæstu einkunnina eða 9,6 -9,7 og fast á hæla þess kom þjónusta starfsfólks með einkunnina 9,5 sem er afar ánægjulegt.

Árið 2011 voru gestir Víkingaheima um 8.500 en gestafjöldinn var kominn í 23.000 í fyrra og af þeim voru 16.000 gestir erlendir eða tæp 70%.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024