Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leita leiða til að veita öldruðum dagdvöl
Þriðjudagur 10. apríl 2018 kl. 08:49

Leita leiða til að veita öldruðum dagdvöl

- sótt verði um leyfi til Velferðarráðuneytisins

Bæjarstjórn Sandgerðis tekur undir álit fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga að leitað verði leiða til að veita öldruðum dagdvöl þ.m.t. fyrir heilabilaða og að sótt verði um leyfi til Velferðarráðuneytisins um rekstur slíkrar þjónustu, hugsanlega í Miðhúsum í Sandgerði.
 
Bæjarstjórn Sandgerðis óskar eftir afstöðu bæjarstjórna Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga í málinu og vísar því jafnframt til vinnslu í bæjarráði Sandgerðisbæjar. Jafnframt er bæjarstjóra Sandgerðis falið að kom á fundi með heilbrigðisráðherra um málið.
 
Bæjarstjórn Garðs tekur undir álit Fjölskyldu- og velferðarnefndar um að leitað verði leiða til að veita öldruðum dagdvöl, þ.m.t. fyrir heilabilaða og að sótt verði um leyfi til Velferðarráðuneytisins um rekstur slíkrar þjónustu. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að vísa málinu til frekari umfjöllunar í bæjarráði og að samráð verði haft um úrvinnslu málsins með sveitarfélögunum sem standa að félagsþjónustunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024