Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leita enn ræningja
Þriðjudagur 1. febrúar 2011 kl. 08:26

Leita enn ræningja

Lögreglan á Suðurnesjum leitar enn ræningjans, sem réðist á norskan ferðamann í Keflavík í fyrrinótt, rændi hann og veitti honum áverka á hálsi. Frá þessu er sagt á Vísi.


Engin virðist hafa verið vitni að árásinni, en lögregla hefur talað við fólk, sem vissi eitthvað um ferðir Norðmannsins fyrr um kvöldið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Með aðstoð lögreglunnar komst Norðmaðurinn til síns heima í gærmorgun, en ræninginn hafði af honum flugmiðann, ásamt vegabréfi, greiðslukortum, peningum og skilríkjum.