Leita að mannlausum gúmmíbát
Björgunarsveitin í Grindavík hefur verið kölluð út til þess að leita að mannlausum gúmmíbát sem fór fyrir borð á skipi skammt fyrir utan Reykjanes.
Samkvæmt upplýsingum mbl.is frá Landhelgisgæslunni er nauðsynlegt að finna bátinn þar sem neyðarsendir hans er í gangi en engin hætta er á ferðinni.