Leita að manni sem er kaldur og blautur
Björgunarsveitir á Suðurnesjum og af höfuðborgarsvæðinu leita nú Arkadiusz Pawel Maciag, ferðamanni sem leitað er á Reykjanesi, og saknað hefur verið frá því kl. 3 í nótt. Talið er að Pawel sé á lífi þar sem gögn úr farsíma hans sýna að hann er á stöðugri hreyfingu.sem saknað hefur verið frá því síðdegis í gær. Pawel er í heimsókn hjá ættingja hér á landi, sem fór að óttast um hann og kom á lögreglustöðina í Keflavík og óskaði eftir aðstoð.
Símasamband næst af og til við Pawel en hann getur ekki gefið greinargóðar upplýsingar um staðsetningu sína og er að sögn orðinn kaldur og blautur. Þessa stundina beinist leitin að svæðinu norður af Keflavík og Miðnesheiði, í átt að Sandgerði.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir leitarsvæðið í nótt með miðunarbúnað fyrir síma en það bar engan árangur. Hún er nú í Reykjavík að fylla á eldsneyti.
Milli 70 og 80 leitarmenn úr björgunarsveitum taka þátt í leitinni.