Leita að hentugum stað fyrir tjaldstæði í Reykjanesbæ

Á dögunum greindum við frá því að allt útlit væri fyrir að ekkert tjaldstæði yrði starfrækt í Reykjanesbæ á næsta ári en Alex gistihús sem hefur séð um tjaldsvæðið í bænum hyggst hætta starfsemi þess. Hjólin eru þó farin að snúast og leit hafin að hentugum stað fyrir tjaldstæði í bænum.

Á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar voru ýmsar hugmyndir lagðar fram varðandi málið og samþykkt var að fela Umhverfis-og skipulagssviði að draga saman upplýsingar og leggja fyrir bæjarráð.

Hannes Friðriksson íbúi í Reykjanesbæ kom með góða tillögu um staðsetningu á dögunum í aðsendri grein til Víkurfrétta. Lesa má um það nánar hér.