Leit hafin að Herra Suðurnes 2000
Keppnin Herra Suðurnes 2000 verður haldin síðar í haust. Leit að þátttakendum stendur yfir og þeir sem vilja koma með ábendingar eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Lassa í símum 862-0378 eða 421-3837. Þátttakendur mega vera á aldrinum 18-30 ára. Fólk er hvatt að láta vita af sprækum strákum í þessa keppni sem hefur verið að festa sig í sessi á undanförnum árum.