Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leit að ungum manni í nótt
Sunnudagur 5. febrúar 2006 kl. 14:04

Leit að ungum manni í nótt

Björgunarsveitir á Svæði 2 ásamt björgunarfélagi Hafnarfjarðar voru kallaðir út kl 3:17 í nótt til leitar af ungum manni á bíl sem saknað var frá Grindavík.

Samtals 35 björgunarsveitarmenn á níu bílum og tveimur sexhjólum tóku þátt í leitinni. Áhersla var lögð á slóða og fáfarna vegi á svæðinu.

Maðurinn fannst við Vígdísarvelli um kl. 07:00 í morgun og var hann fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðistofnun Suðurnesja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024