Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leikvöllur við Brekkustíg í Sandgerði endurnýjaður
Föstudagur 29. júní 2012 kl. 09:48

Leikvöllur við Brekkustíg í Sandgerði endurnýjaður

Leikvöllurinn við Brekkustíg í Sandgerði hefur nú verið endurnýjaður og var hann formlega vígður í vikunni. Leikvöllurinn er búinn nútíma leiktækjum og var öryggið haft í fyrirrúmi við endurnýjun hans en m.a. eru gúmmíhellur við leiktæki til að koma í veg fyrir meiðsli á börnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það voru börn af leikskólanum Sólborg sem fengu það verkefni að vígja leikvöllinn formlega. Klippt var á borða og börnin sungu eitt lag. Þau þáðu síðan hressingu í boði bæjarstjóra. Frá þessu er greint á vef Sandgerðisbæjar.