Leikskólinn tilbúinn í janúar
Framkvæmdir við nýjan leikskóla í Grindavík hafa gengið mjög vel en Nýsir hf. og ÍSTAK hf. eru byggingaraðilar. Leikskólinn á að vera tilbúinn 1. janúar 2001 og gert er ráð fyrir að leikskólastarf geti hafist um miðjan þann mánuð.Rekstur leikskólans verður boðinn út en það verður lokað útboð sem opnar 29. september kl. 11. Tvö fyrirtæki bjóða í reksturinn, AKP-rekstur í Grindavík og Ráðgjöf og verktaka í Reykjanesbæ. Að sögn Einars Njálssonar, bæjarstjóra í Grindavík, kemur í ljós í byrjun október hvernig rekstri mun verða háttað. Í leikskólanum eru 80 heilsdagspláss og hann skiptist í fjórar deildir. Húsnæðið er um 650 fermetrar.