Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Leikskólinn Sólborg lokaður og allir í hraðpróf
Mánudagur 15. nóvember 2021 kl. 09:48

Leikskólinn Sólborg lokaður og allir í hraðpróf

Leikskólinn Sólborg í Sandgerði er lokaður í dag. Fjórir starfsmenn fengu jákvæða niðurstöðu á heimaprófi sem þeir tóku vegna einkenna og einn til viðbótar er með einkenni. Þetta kemur fram í tilkynningu til foreldra barna í skólanum í gær.

„Þar sem þessir kennarar fengu ekki einkenni fyrr en í morgun [sunnudagsmorgun] þá förum við sem vorum í skólanum á föstudag, bæði kennarar og börn, í smitgát. Þið skráið börnin í smitgát og farið í hraðpróf á fyrsta og fjórða degi. Það er opið í hraðpróf á HSS á morgun mánudag milli kl. 10.00-11.30,“ segir í tilkynningunni frá leikskólanum.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Beðið er með að opna skólann þar til niðurstaða fæst úr hraðprófum og staðan verður tekin um hádegi í dag. Sólborg er því lokuð í dag.

Foreldrar eru hvattir til að láta vita ef börnin eru smituð. Þá eru allir hvattir til að fara varlega.

Hér eru reglur um smitgát:
https://www.covid.is/undirflokkar/smitgat

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25