Leikskólinn í Garði stækkaður
Á fundi Skólanefndar Garðs nýlega var lögð áhersla á að framkvæmdir við stækkun leikskólans Gefnarborgar myndu hefjast árið 2005. Fram hefur komið að mikil áhersla er á að börn geti fengið heilsdagspláss á leikskólanum og þó nokkur biðlisti eftir þeim plássum. Bæjarráð tók jákvætt í þetta á fundi sínum og samþykkti að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2005. Það eru því allar líkur á að stækkun leikskólans hefjist árið 2005.