Leikskólinn á Ásbrú mun heita Skógarás
Leikskólinn að Skógarbraut 932 á Ásbrú mun heita Skógarás. Þetta var tilkynnt á kynningarfundi í heilsuleikskólanum Háaleiti sem fram fór á miðvikudag í síðustu viku.
Valið á nafninu fór þannig fram að foreldrum, starfsmönnum og börnum gafst kostur á að koma með tilögur. Það var síðan bæjarráð og kjörnir fulltrúar í fræðsluráði sem kusu um nafn og niðurstaðan var Skógarás.
Heilsuleikskólinn Háaleiti verður fluttur síðar á árinu að Skógarbraut 932 og fær um leið nýtt nafn. Hann mun þá heita heilsuleikskólilnn Skógarás sem skýrskotar bæði til götunnar sem hann stendur við og hverfisins, Ásbrúar.