Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leikskólar í Reykjanesbæ fullsetnir
Föstudagur 1. febrúar 2008 kl. 16:08

Leikskólar í Reykjanesbæ fullsetnir

Leikskólar í Reykjanesbæ eru fullsetnir um þessar mundir og hefur í Fræðsluráði verið rætt um að byggja nýja leikskóla með tilliti til íbúaþróunar á næstu árum. Er í því sambandi rætt um nýjan leikskóla í Dalshverfi auk þess sem aðrir kostir s.s. á Fitjum, Baugholti, Vatnsholti eða í Hlíðarhverfi verði skoðaðir. Þá eru uppi hugmyndir um að byggja við Hjallatún.

Með væntanlegri nýbyggingu við Vesturberg bætast við 47 leikskólapláss en óskað hefur verið eftir því að laus skáli við Vesturberg verði færður að Heiðarseli til bráðabirgða til að mæta þörf þar næsta haust.

Á síðasta fundi fræðsluráðs var einnig rætt um hvernig fjölga mætti leikskólakennurum en fræðslustjóri hefur lagt fram tillögu þess efnis að í því skyni verði reynt reynt að tryggja nýráðnum leikskólakennurum íbúðir á Vallarheiði til tveggja ára. Fræðsluráði líst vel á framkomnar hugmyndir fræðslustjóra og hefur falið honum að fylgja þeim eftir.

Mynd/elg: Á leikskóla er gaman.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024