Leikskólapláss í Grindavík verði háð bólusetningu

Fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarráði Grindavíkur leggur til að frá haustinu 2019 verði samþykki fyrir dagvistun í leikskólum Grindavíkur háð því að foreldrar eða forráðamenn framvísi skírteini sem staðfestir að börn hafi verið bólusett samkvæmt því skipulagi sem sóttvarnarlæknir leggur fram.
 
Fulltrúinn minnti á það á fundinum að bólusetningum barna er ætlað að verja börn gegn alvarlegum smitsjúkdómum. Öllum börnum með lögheimili hér á landi stendur til boða bólusetning gjaldfrjálst. 
 
Bæjarráð samþykkti að vísa málinu til fræðslunefndar til frekari útfærslu.