Leikskólakennarar fá kjarabót: Launaviðbætur samþykktar í Grindavík og Sandgerði
Bæjarstjórnir Grindavíkur og Sandgerðis samþykktu í síðustu viku svokallaðar launaviðbætur til leikskólakennara. Launanefnd sveitarfélaga hefur veitt sveitarfélögum skilyrtar heimildir til tímabundinnar hækkunar launa, sem felst í eingreiðslum og hækkunum á launaflokkum.
Þessar hækkanir eru tímabundnar til hausts og standa utan við gildandi kjarasamning sem þá verður laus. Bæjarstjórnir beggja sveitarfélaganna samþykktu jafnframt að nýta heimildir þær sem launanefndin veitti til að hækka með samskonar hætti lægstu laun starfsmanna í ASÍ og BSRB félögum, sem launanefndin hefur samið við þegar á þessu ári, um allt að 15 þús. kr. á mánuði.
Þessar hækkanir eru tímabundnar til hausts og standa utan við gildandi kjarasamning sem þá verður laus. Bæjarstjórnir beggja sveitarfélaganna samþykktu jafnframt að nýta heimildir þær sem launanefndin veitti til að hækka með samskonar hætti lægstu laun starfsmanna í ASÍ og BSRB félögum, sem launanefndin hefur samið við þegar á þessu ári, um allt að 15 þús. kr. á mánuði.