Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leikskólagjöld hækka mest í Reykjanesbæ
Miðvikudagur 11. janúar 2012 kl. 16:18

Leikskólagjöld hækka mest í Reykjanesbæ

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla með fæði hjá 15 stærstu sveitafélögum landsins frá 1. febrúar 2012. Aðeins tvö sveitafélög af 15 hafa ekki hækkað hjá sér verðskrána síðan í fyrra, en það eru Ísafjarðabær og Seltjarnarneskaupstaður. Mesta hækkunin á almennri gjaldskrá fyrir átta tíma kennslu með fæði er hjá Reykjanesbæ, eða um 16%, Hafnarfirði um 15% og Reykjavík um 13%. Níu tíma kennsla hefur einnig hækkað töluvert eða um allt að 23%.

40% verðmunur er á hæstu og lægstu gjaldskrám sveitarfélagana fyrir 8 tíma vistun með fæði. Hæsta gjaldið fyrir þessa þjónustu er 34.342 kr. hjá Ísafjarðabæ og lægst hjá Reykjavíkurborg 24.501 kr. Mest hækkaði gjaldskráin hjá Reykjanesbæ en hækkunin þar nemur 16%, fer úr 27.130 kr. í 31.480 kr. sem er hækkun um 4.350 kr. á mánuði.

Frá því í ársbyrjun 2010 hafa flest sveitafélög sem skoðuð voru hækkað gjaldskrána fyrir 9 tíma vistun með fæði. 41% verðmunur er á hæsta og lægsta mánaðargjaldi. Hæsta gjaldið er á Fljótsdalshéraði en þar kostar mánuðurinn 42.296 kr. en lægsta gjaldið er í Skagafirði 30.004 kr. Hafnarfjörður hefur hækkað gjaldskrána mest eða um 23% á milli ára, gjaldið var 28.520 kr. en er nú 35.113 kr. sem er 6.593 kr. hækkun á mánuði. Reykjanesbær hefur hækkað um 16% úr 31.030 kr. í 35.980 kr. og Reykjavík um 13% úr 32.264 kr. í 36.321 kr. eða 4.057 kr. á mánuði. Seltjarnarnes og Ísafjörður hafa ekki hækkað hjá sér gjaldskrána milli ára. Akureyrarbær bíður ekki lengur upp á vistun í níu klukkustundir, aðeins er opið á milli 7:45-16:15. Áberandi er að níundi tíminn er kominn með sér gjaldskrá hjá mörgum sveitarfélögum en hæsta gjaldið er hjá Kópavogi 12.000 kr. og 11.820 kr. hjá Reykjavík.

Allt að 80% verðmunur er á hæsta og lægsta mánaðargjaldi fyrir forgangshópa í 8 tíma vistun með fæði. Lægsta gjald fyrir þessa þjónustu greiða foreldrar í Reykjavík 14.477 kr. en hæsta gjaldið greiða foreldrar í Fjarðarbyggð 26.129 kr. Lægsta mánaðargjaldið fyrir forgangshópa í 9 tíma gæslu með fæði er einnig í Reykjavík 19.378 kr. en hæsta gjaldið er hjá Fljótdalshéraði 33.848 kr. sem gerir 75% mun. Systkinaafsláttur er mjög misjafn milli sveitafélaga. Hann er frá 25-75% fyrir annað barn og 50-100% fyrir það þriðja. Aðeins er veittur afsláttur af gjaldi en ekki fæði.



Samanburður milli ára ef miðað er við 8 tíma með fæði



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024