Miðvikudagur 30. mars 2005 kl. 11:25
Leikritið Hans og Gréta frumsýnt 10. apríl
Leikfélag Keflavíkur hefur frestað frumsýningu sinni á leikritinu um Hans og Grétu til 10. apríl.
Miðasala á leikritið hefst 8. apríl og er opin frá 18-20 í Frumleikhúsinu. Einnig er hægt að kaupa miða með því að leggja inn pöntun í síma 421 2540.