Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 29. janúar 1999 kl. 21:32

LEIKFÉLAGIÐ SETUR UPP GAMANLEIKRIT

Í síðustu viku hófust æfingar á vorverkefni Leikfélags Keflavíkur. Leikritið sem er breskt gamanleikrit hefur aldrei verið sett upp áður á Íslandi. Tveir leikfélagar þeir Júlíus Guðmundsson og Ómar Ólafsson þýddu verkið. Andrés Sigurvinsson sá hinn sami og stýrði „Fréttaveitu Suðurnesja” hérna um árið er aftur kominn til starfa hjá félaginu. Hann hefur nú nýlega valið í hlutverk, átta unga og stælta stráka og eina stelpu. Þau verða til í að fara alla leið þegar leikritið, sem á eftir að koma skemmtilega á óvart, verður frumsýnt um miðjan mars. Hvað leikritið heitir og um hvað það fjallar verður ekki gefið upp fyrst um sinn. Bryddað verður upp á ýmsum nýungum við kynningu á verkinu þannig að þegar leikritið verður frumsýnt vita allir Reykjanesbæingar hvað er um að vera í Frumleikhúsinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024