Fréttir

Leiguverð hækkaði mest á Suðurnesjum
Föstudagur 1. febrúar 2019 kl. 06:00

Leiguverð hækkaði mest á Suðurnesjum

Leiguverð tveggja herbergja íbúða á Suðurnesjum hækkaði mest á landinu milli áranna 2017 og 2018 eða 46%. Munur á leiguverði 2ja og 3ja herbergja íbúða er einnig hæstur á Suðurnesjum eða 30%.

Undanfarin tvö ár hefur leiguverð hækkað meira en kaupverð íbúðarhúsnæðis. Vísitala leiguverðs er byggð á þinglýstum samningum um húsaleigu. Kaupverð hefur þó hækkað meira síðustu sjö ár. Leiguverð hefur hækkað um 77,2% frá árinu 2011 en kaupverð um 95,5%.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024