Leigusamningum fækkar milli mánaða
Í nóvember var 65 leigusamningum þinglýst á Suðurnesjum en samningarnir voru 76 í október. Það er því fækkun um 14,5% á milli mánaða. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands.
Í nóvember í fyrra var þinglýst 55 leigusamningum.
Á Suðurnesjum var leiguverð íbúðarhúsnæðis þannig í nóvember að tveggja herbergja íbúðir eru að leigjast á 2509 kr. á fermetra, þriggja herbergja á 2038 kr. fermetrinn og 4-5 herbegja íbúðir eru leigðar á 1620 kr. fermetrinn, skv. gögnum Þjóðskrár.