Leigubílstjóri tekinn með dóp og vaxtarhormón
Leigubílstjóri stöðvaður af lögreglu í nótt vegna gruns um sölu fíkniefna. Í úlpuvasa hans voru tíu kúlur af meintu amfetamíni. Hann var handtekinn og færður til yfirheyrslu á lögreglustöðinni. Við húsleit heima hjá manninum fundust rúmlega 30 meintar E-pillur, nokkuð magn af vaxtarhormónum og ólöglegt skotvopn loftskammbyssa. Málið telst upplýst.
Í gærkvöldi fundust svo 3gr af meintu amfetamíni og hassmoli við leit að fíkniefnum á heimili manns í Njarðví. Maðurinn er grunaður er um sölu fíkniefna.
Í gærkvöldi fundust svo 3gr af meintu amfetamíni og hassmoli við leit að fíkniefnum á heimili manns í Njarðví. Maðurinn er grunaður er um sölu fíkniefna.