Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leigubílstjóri færði 13 ára mikið drukkinn dreng til lögreglustöðvar
Mánudagur 1. júlí 2002 kl. 14:39

Leigubílstjóri færði 13 ára mikið drukkinn dreng til lögreglustöðvar

Leigubílstjóri kom með þrettán ára dreng á lögreglustöðina í Keflavík um helgina. Það væri ekki í frásögur færandi, nema að drengurinn var mikið drukkinn að sögn lögreglu. Ungi maðurinn var jafnframt grunaður um innbrot í bíla.Að sögn lögreglu er hann grunaður um að hafa farið inn í eina bifreið og stolið þaðan tóbaki. Lögreglumenn höfðu samband við föður drengsins sem kom á lögreglustöðina og sótti drenginn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024