Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Fréttir

Leigubílstjórar máttu segja upp
Fimmtudagur 6. september 2007 kl. 22:04

Leigubílstjórar máttu segja upp

Áfrýjunarefnd samkeppnismála hefur fellt úr gildi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins að uppsagnir 30 leigubifreiðastjóra á bifreiðastöðvunum Aðalbílum og BSH í Reykjanesbæ hafi brotið gegn samkeppnislögum.

Bifreiðastjórarnir sögðu upp viðskiptum sínum við stöðvarnar eftir að Ný-ung ehf. seldi þær til NL ehf. Í framhaldi stofnuðu þeir nýja leigubifreiðastöð, Aðalstöðina hf.

NL kærði uppsagnirnar til Samkeppniseftirlitsins sem komst að þeirri niðurstöðu að þær hefðu verið brot á samkeppnislögum. Þessu áfrýjuðu bifreiðastjórarnir til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem felldi fyrri úrskurð úr gildi.

Nú bíða þessir sömu leigubílstjórar þess að fá niðurstöðu í hvort þeim sé heimilt að nota nafnið Aðalstöðin fyrir leigubílastöð sína og eins að þeir fái að nota merki með vængjuðum bókastafnum A sem merki stöðvarinnar.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25