Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Leigubílstjórar komu áskorun til ráðherra
  • Leigubílstjórar komu áskorun til ráðherra
Föstudagur 29. júlí 2016 kl. 13:18

Leigubílstjórar komu áskorun til ráðherra

Reykjanesbraut sannarlega mjög framarlega í flokki

Leigubílstjórar af A-stöðinni komu áskorun til innanríkisráðherra nú í hádeginu, þar sem þeir krefjast úrbóta á Reykjanesbrautinni. Bílstjórar fylktu liði frá Garðvegi að Hafnavegi þar sem félagi þeirra Jóhannes Hilmar Jóhannesson lést í bílslysi fyrir skömmu.

Valur Ármann Gunnarsson leigubílstjóri og fyrrum lögreglumaður hélt tölu á slysstað þar sem hann las m.a. áhrifamikið ljós sem hann samdi fyrir um 30 árum til þáverandi innanríkisráðherra. „Núna er verið að endurskoða samgönguáætlun til lengri tíma. Ráðuneytið hefur verið að leggja línurnar þannig að það væri hægt að hefja aftur viðamiklar framkvæmdir sem við þurftum að leggja til hliðar vegna efnahagsörðuleika og þar er Reykjanesbraut svo sannarlega mjög framarlega í flokki,“ sagði Ólöf Norðdal innanríkisráðherra við athöfnina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér má lesa ljóð Vals:

Í minn­ingu lát­inna

Um Reykja­nes­braut­ina átti ég leið
um hana ek reynd­ar bara í neyð.
Suðaust­an rok og rign­ing var líka
lífslöng­un­ina ég þarna fann ríka.

Að vera á ferðinni var ekk­ert vit
svo varn­ar­laus und­ir stýri ég sit?
á meðan sú hugs­un um huga mér þaut
högg mikið rosa­legt bíll­inn minn hlaut.

Þarna hann pressaðist hrein­lega í mauk
ljóst var að líf­inu sam­stund­is lauk
meðan að sál mín til ei­lífðar leið
mér leyfðist að líta yfir vett­vang um skeið.

Og þar sem ég leit yfir Reykja­nes­braut
sá ég þar lík­ama og bíl­hræ í graut
en hér fyr­ir hand­an ég hef marg­an hitt
sem reynt hef­ur, þetta dæmi mitt.

Hér höf­um við sam­tök­um komið á fót
sem reyna að finna á þessu bót
því skaltu sam­gönguráðherra sæll
sjá, hér gild­ir ei pen­inga­væll.

Hafðu það hug­fast ef breikk­ar þú braut
þá bæt­ir þú hag og lin­ar þraut
því þótt hún sé ekki löng þessi leið
til loka samt rann mitt ævi­skeið.

 

 

Áskorun til ráðherra