Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leigjendur halda íbúðunum tímabundið áfram
Þriðjudagur 22. febrúar 2011 kl. 09:25

Leigjendur halda íbúðunum tímabundið áfram

Leigjendur í fjörutíu og átta leiguíbúðum Fjárfestinga- og umsýslufélagsins Norðurklappar sem áður hét Novos, og voru slegnar á uppboði Sýslumannsins í Keflavík í vikunni sem leið, halda leigusamningum sínum tímabundið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Norðurklöpp hefur frest til 11. mars nk. til að ganga frá sínum málum svo það missi ekki íbúðirnar sem voru alls 48, flestar að Hringbraut 128 í Keflavík en einnig við Mávabraut 9.

Kröfuhafar sem höfðu farið fram á uppboð voru Íbúðalánasjóður í flestum tilfellum en einnig voru Tryggingamiðstöðin, Íslandsbanki og Landsbanki meðal gerðarbeiðenda. Íbúðalánasjóður veitti lán vegna íbúðanna árið 2007.

Nokkrir íbúanna hafa haft samband við VF og lýst yfir áhyggjum sínum hvort þeir haldi íbúðum sínum áfram. Að sögn Ágústs Kr. Björnsson, sviðsstjóra hjá Íbúðalánasjóði býður sjóðurinn leigjendum áfrramhaldandi tímabundna leigusamninga á kjörum sem taka mið af meðalleigu eigna á viðkomandi svæði.
Ekki fengust svör við því hjá Íls hvernig staðið verði að innheimtu leigu um næstu mánaðarmót.

Samkvæmt heimildum VF þá dugðu leigutekjur sem Norðurklöpp fékk ekki til þess að standa undir lánunum og því er þessi staða komin upp. Þau hafa hækkað um þriðjung á sama tíma og leiguverð hefur lækkað. Þá hafði það án efa áhrif á rekstur leigusalans að margir leigjendanna sem voru útlendingar hurfu af landi brott fljótlega eftir bankahrun en samkvæmt upplýsingum VF voru þó flestar íbúðirnar komnar aftur í leigu.