Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Leigan ódýrust fyrir námsmenn hjá Keili
Föstudagur 28. ágúst 2009 kl. 10:15

Leigan ódýrust fyrir námsmenn hjá Keili

Könnun á leiguverði íbúða, sem birt er á heimasíðu Keilis, sýnir að hagstæðasta leigan á íbúðum fyrir námsmenn er hjá Keili á Ásbrú. Leigan hjá Keili er 30-50% lægri en á höfuðborgarsvæðinu og um 20% lægri en á Bifröst. Það er mbl.is sem greinir frá þessu.

Könnunin var gerð í sumar, þegar fyrir lá hvert leiguverð íbúða yrði í vetur. Kostnaður við hita, rafmagn og sameign er ekki inni í þessum samanburði. Í íbúðum á Ásbrú er innifalið í leiguverðinu net og rútuferðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024