Atnorth
Atnorth

Fréttir

Leifur dró umsókn sína til baka
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 7. apríl 2022 kl. 17:25

Leifur dró umsókn sína til baka

Leifur Garðarsson hefur dregið umsókn sína til baka en gengið hafði verið frá ráðningu hans í stöðu deildarstjóra unglingasviðs skólans. Foreldrafélög Stapaskóla í Reykjanesbæ sendu áskorun á stjórnendur skólans og bæjarstjóra Reykjanesbæjar, þess efnis að hverfa frá ráðningu Leifs. 

„Þetta er gert vegna almennrar óánægju nemenda og foreldra við skólann varðandi þessa ráðningu,“ segir í yfirlýsingu sem Halldóra Bergsdóttir, formaður foreldrafélags grunnskólastigs Stapaskóla, sendi fyrir hönd stjórna foreldrafélaga grunnskólastigs og leikskólastigs Stapaskóla.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Leifur hætti störfum sem skólastjóri Ásandsskóla í Hafnarfirði fyrir rúmu ári síðan í kjölfar þess að hann var uppvís að því að senda skilaboð til leikmanns í kvennaflokki í körfubolta. Körfuknattleikssambandið tók ákvörðun um að Leifur myndi ekki dæma fleiri leiki en hann var reyndur körfuboltadómari í efstu deild. 

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025