Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leifur dró umsókn sína til baka
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 7. apríl 2022 kl. 17:25

Leifur dró umsókn sína til baka

Leifur Garðarsson hefur dregið umsókn sína til baka en gengið hafði verið frá ráðningu hans í stöðu deildarstjóra unglingasviðs skólans. Foreldrafélög Stapaskóla í Reykjanesbæ sendu áskorun á stjórnendur skólans og bæjarstjóra Reykjanesbæjar, þess efnis að hverfa frá ráðningu Leifs. 

„Þetta er gert vegna almennrar óánægju nemenda og foreldra við skólann varðandi þessa ráðningu,“ segir í yfirlýsingu sem Halldóra Bergsdóttir, formaður foreldrafélags grunnskólastigs Stapaskóla, sendi fyrir hönd stjórna foreldrafélaga grunnskólastigs og leikskólastigs Stapaskóla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leifur hætti störfum sem skólastjóri Ásandsskóla í Hafnarfirði fyrir rúmu ári síðan í kjölfar þess að hann var uppvís að því að senda skilaboð til leikmanns í kvennaflokki í körfubolta. Körfuknattleikssambandið tók ákvörðun um að Leifur myndi ekki dæma fleiri leiki en hann var reyndur körfuboltadómari í efstu deild.