Leifsstöð nötraði tvisvar í jarðskjálfta
Flugstöð Leifs Eiríkssonar nötraði tvívegis í jarðskjálftanum í dag sem átti upptök sín í Holtum á Suðurlandi. Fólk í stöðinni fann verulega fyrir skjálftunum og ferðalangar stóðu stjarfir um tíma, enda mikið glervirki í stöðinni. Allt fór þó vel og engar skemmdir þar.Nánari fréttir af jarðskjálftanum er að hafa á stærsta fréttavef landsins, visir.is