Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leifsstöð næst besta flugstöð í heimi
Þriðjudagur 17. janúar 2012 kl. 09:23

Leifsstöð næst besta flugstöð í heimi

Vefurinn frommers.com hefur komist að þeirri niðurstöðu, að Flugstöð Leifs Eiríkssonar sé næst besta flugstöð í heimi á eftir Hajj flugstöðinni á flugvelli Abdul Aziz konungs í Jedda í Sádi-Arabíu. Sú flugstöð er aðeins opin meðan á Hajj trúarhátíð múslima stendur þegar milljónir múslima fara í pílagrímsferð til Mekka.

Bandaríska blaðið USA Today segir frá þessu í dag en frommers.com tók saman lista yfir bestu og verstu flugstöðvar heims fyrir blaðið.

Um Leifsstöð segir frommers.com, að litli notalegi alþjóðlegi flugvöllurinn á Íslandi líti út eins og hann hafi komið í flötum kassa frá Ikea. „Allstaðar er ljós viður og hraungrýti með stórum gluggum þar sem hægt er að horfa á mikilfenglegt landslag Íslands.“


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024