Leifar af loftsteini?
Rák á himni vakti athygli ljósmyndara Víkurfrétta í ljósaskiptunum sl. laugardagskvöld. Á vesturhimni mátti sjá rákina á meðfylgjandi ljósmynd. Að sjá var rákin ekki eins og hefðbundinn flugslóði. Eintak af myndinni var því sent til Veðurstofu Íslands í morgun til greiningar.
Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir að annað hvort sé um að ræða flugslóða eða leifar af loftsteini.
„Flugslóðar lifa stundum lengi eftir að flugvélin er horfin. Ástæðan fyrir óreglulegu útliti er sú að smásveiflur í bæði vindhraða og vindátt aflaga slóðann á nokkrum mínútum þannig að hann sýnist snúinn auk þess sem kristallarnir falla niður í loftlag/lög þar sem vindur er annar. Þetta minnir líka á slóða sem sjást stundum eftir að loftsteinn hefur sprungið í efstu lögum lofthjúpsins og ég hef sjálfur séð. Mér finnst þó ólíklegra að það sé skýringin í þessu tilviki vegna þess að liturinn er svo svipaður skýjunum. Oftast eru loftsteinaslóðar mun ljósari en umhverfið,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur um ljósmyndina.
Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir að annað hvort sé um að ræða flugslóða eða leifar af loftsteini.
„Flugslóðar lifa stundum lengi eftir að flugvélin er horfin. Ástæðan fyrir óreglulegu útliti er sú að smásveiflur í bæði vindhraða og vindátt aflaga slóðann á nokkrum mínútum þannig að hann sýnist snúinn auk þess sem kristallarnir falla niður í loftlag/lög þar sem vindur er annar. Þetta minnir líka á slóða sem sjást stundum eftir að loftsteinn hefur sprungið í efstu lögum lofthjúpsins og ég hef sjálfur séð. Mér finnst þó ólíklegra að það sé skýringin í þessu tilviki vegna þess að liturinn er svo svipaður skýjunum. Oftast eru loftsteinaslóðar mun ljósari en umhverfið,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur um ljósmyndina.