Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Leiðrétting: Systkinaafslættir áfram í leikskólum
Fimmtudagur 4. desember 2014 kl. 14:01

Leiðrétting: Systkinaafslættir áfram í leikskólum

Í frétt Víkurfrétta í tölublaði vikunnar, um gjaldskrá Reykjanesbæjar fyrir 2015, er ranglega greint frá því að systkinaafsláttur af tímagjaldi fyrir börn í leikskóla sé ekki lengur til staðar. Hið rétta er að fyrir annað barn á leikskóla er greitt 50% af tímagjaldi líkt og áður, og áfram er frítt fyrir þriðja og fjórða barn. Því er engin breyting þar á milli ára.

Aftur á móti varð önnur breyting á systkinaafslætti. Sú breyting er í gjaldskrá tónlistarskólans.
Fyrir tvö börn er veittur 10% afsláttur í stað 5% sem var áður.
Fyrir 3 börn er veittur 20% afsláttur í stað 10% sem var áður.
Fyrir 4 börn og fleiri er veittur 30% afsláttur í stað 15% sem var áður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024