Leiðir rómantík í rafmagnsleysi til fjölgunar í Höfnum?
Rafmagn er aftur komið á í Höfnum eftir að starfsmenn Hitaveitu Suðurnesja höfðu leitað af sér allan grun um hugsanlegar skemmdir. Tilkynnt var um ljósagang við Hafnir í kvöld og í kjölfar hans fór rafmagn af þorpinu. Starfsmaður HS sagði að helst sé talið að flutningabíll með háan farm hafi rekist í loftínu utan við Hafnir. Eftir að hafa skoðað línuna var ákveðið að hleypa straumi á svæðið að nýju og nú er ástandið þannig að eins og ekkert hafi í skorist. Hafnamenn hafa því slökkt á kertum og geta lokið kvöldlestri eða öðru við rafljós. Hvort rómantísk kertaljós í kvöld leiði til fjölgunar í Höfnum þegar líður að áramótum verður tíminn einn að leiða í ljós!