Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 23. janúar 2002 kl. 21:02

Leiði barns vanvirt!

Ég og fjölskylda mín vorum fyrir þeirri óskemmtilegu lífreynslu að jólaljós (snjókarls- og jólasveinaljós) sem sett var á leiði barns í barnagrafreit í kirkjugarðinum í Keflavík var skemmt og jólasveinninn tekinn, en ljósið skilið eftir og gerðist þetta á tímabilinu 30. des-1. jan.Vona ég að sá sem gerði þetta lesi þessa grein og finni þörf hjá sér til að laga Þetta og ef möguleiki er á því að jólasveinninn sé enn heill, viltu þá skila honum aftur á leiði barnsins.
Að lokum vil ég spyrja þá sem málið varðar hvort ekki sé kominn tími til að setja einhverja lýs ingu og eftirlit í kirkjugarðinn, svo hægt sé að koma í veg fyrir
skemmdir á leiðum ástvina okkar sem þar hvíla, því ekkert er eins sárt og að koma að leiði ástvina okkar og sjá að skemmdarverk hafi verið unnið þar.
Hrefna Hermannsdóttir
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024