Leiðbeinendanámskeið í neyðarakstri
Þessa dagana stendur yfir námskeið í neyðarakstri fyrir slökkviliðsmenn á Suðurnesjum. Námskeiðið er haldið í Kjarna og stendur yfir alla helgina.
Brunamálaskóli ríksisins í samvinnu við stærri slökkvilið Íslands keyptu á dögunum námskeið fyrir leiðbeinendur í neyðarakstri en að sögn Sigmunds Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra BS er markmiðið með námskeiðinu er að útskrifa leiðbeinendur þannig að kenna megi neyðarakstur á Íslandi samkvæmt viðurkenndum staðli.
„Fram að þessu hefur kennsla í neyðarakstri verið mjög ómarkviss hjá íslenskum slökkviliðum. Verkefnið hófst fyrir rúmu ári síðan en þá var settur saman starfshópur sem saman stóð af fulltrúum Brunamálaskólans, slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, slökkviliði Keflavíkur og tveimur fulltrúum frá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja. Verkefni hópsins var m.a. gera verkefnið að veruleika og staðfæra námsefnið þannig að það nýtist sem flestum þ.e. slökkviliðum og lögreglu“, segir Sigmundur.
Námskeiðið er fengið frá VFIS sem er bandarískt tryggingafélag og tryggir yfir 10.000 neyðarþjónustudeildir slökkviliðs og sjúkraflutninga. Tveir bandarískir fulltrúar frá VFIS komu til landsins nú um helgina og verða með námskeiðið í Kjarna og stendur yfir þessa viku.
Brunamálaskóli ríksisins í samvinnu við stærri slökkvilið Íslands keyptu á dögunum námskeið fyrir leiðbeinendur í neyðarakstri en að sögn Sigmunds Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra BS er markmiðið með námskeiðinu er að útskrifa leiðbeinendur þannig að kenna megi neyðarakstur á Íslandi samkvæmt viðurkenndum staðli.
„Fram að þessu hefur kennsla í neyðarakstri verið mjög ómarkviss hjá íslenskum slökkviliðum. Verkefnið hófst fyrir rúmu ári síðan en þá var settur saman starfshópur sem saman stóð af fulltrúum Brunamálaskólans, slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, slökkviliði Keflavíkur og tveimur fulltrúum frá slökkviliði Brunavarna Suðurnesja. Verkefni hópsins var m.a. gera verkefnið að veruleika og staðfæra námsefnið þannig að það nýtist sem flestum þ.e. slökkviliðum og lögreglu“, segir Sigmundur.
Námskeiðið er fengið frá VFIS sem er bandarískt tryggingafélag og tryggir yfir 10.000 neyðarþjónustudeildir slökkviliðs og sjúkraflutninga. Tveir bandarískir fulltrúar frá VFIS komu til landsins nú um helgina og verða með námskeiðið í Kjarna og stendur yfir þessa viku.