Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Leiða útgáfu bókar um norræna jarðvanga
Miðvikudagur 3. apríl 2019 kl. 09:45

Leiða útgáfu bókar um norræna jarðvanga

Fulltrúar Reykjanes Global Unesco Geopark og Markaðsstofu Reykjaness sóttu í síðustu viku alþjóðlega ráðstefnu í Aalen í Þýskalandi þar sem komu saman fulltrúar frá  70 jarðvöngum í Evrópu. Jarðvangarnir koma saman til þess að fara yfir sameiginleg verkefni og huga að framtíðarþróun þeirra.
 
„Fundurinn var góður vettvangur fyrir okkur til þess að kynnast hugmyndafræðinni og starfinu betur. Einnig til þess að mynda tengsl við forsvarsmenn annara jarðvanga, sem er mikilvægur hluti starfs jarðvanga. Þarna verða til samstarfsverkefni og hugmyndir sem efla stöðu og starf jarðvanganna,“ segir Daníel Einarsson forstöðumaður Reykjanes Unesco Global Geopark.
Norræn nefnd jarðvanga kom þarna saman en Daníel fer með forystu þess hóps sem stefnir að útgáfu bókar um jarðvanga á Norðurlöndunum í sumar.
 
Frá vinstri á mynd: Daníel Einarsson forstöðumaður Reykjanes Geopark og Þuríður Aradóttir Braun forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness ásamt fulltrúum Katla Geopark.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024