Lego first keppnin haldin á Ásbrú
First Lego Leage keppni grunnskólanema verður haldin í Keili, húsnæði Orku- og tækniskóla Keilis, að Grænásbraut 910, þann 7. nóvember næstkomandi.
Hugmyndafræði keppninnar er að nemendur læri að vinna saman og taka þátt í nýsköpun og framleiðslu á einhvers konar tæki sem gagnast samfélaginu. Á hverju ári er keppninni valið ákveðið þema til að vinna með.
Markmið með keppninni er að vekja áhuga grunnskólanema á vísindum og tækni ásamt því að byggja upp sjálfstraust þeirra, leiðtogahæfni og lífsleikni.
Keppendur eru á aldrinum 9 til 16 ára og hvert lið samanstendur af 6-10 börnum og að minnsta kosti einum fullorðnum liðsstjóra. Öll lið fá senda þrautabraut og keppnisboli átta vikum fyrir keppni til þess að undirbúa sig.
Keppnin felst í eftirfarandi þáttum:
* Smíði á vélmenni úr tölvustýrðu LEGO og að forrita það til að leysa ákveðnar þrautir
* Rannsóknarverkefni
* Dagbók / ferilskráning
* Skemmtiatriði??
Verðlaun eru veitt í eftirfarandi flokkum:
* Besta lausn í þrautabraut
* Besta hönnun á vélmenni og forritun
* Besta skemmtiatriðið
* Besta rannsóknarverkefnið
* Besta dagbókin (ferilskráningin)
* Besta liðsheildin
* FLL meistarar
Þetta er keppni sem allir sigra í, því félagsandinn og skemmtunin við að vinna að verkefninu, fyrir utan allan lærdóminn sem í þátttöku felst, eru vegarnesti fyrir lífið sjálft. Allir þátttakendur fá FLL medalíu í viðurkenningarskyni.
Það lið sem vinnur keppnina á Íslandi vinnur sér einnig rétt til þátttöku á Evrópumóti FLL sem haldið er í maí í Evrópu.
Nánari upplýsingar má finna á: www.firstlego.is