Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Leggur til að Fríhöfnin verði lögð niður og verslunarrýmið boðið út
Séð inn í Fríhöfnina í suðurbyggingu flugstöðvarinnar. VF-myndir/pket.
Mánudagur 5. október 2015 kl. 11:05

Leggur til að Fríhöfnin verði lögð niður og verslunarrýmið boðið út

- Þá verði einnig opnað fyrir aðkomu einkaaðila að fjármögnun framkvæmda á Keflavíkurflugvelli

Viðskiptaráð leggur til að Fríhöfnin í flugstöð Leifs Eiríkssonar verði lögð niður og verslunarrýmið boðið út til einkaaðila. Þá verði einnig opnað fyrir aðkomu einkaaðila að fjármögnun framkvæmda á Keflavíkurflugvelli. Þetta kom fram í máli Hreggviðs Jónssonar, formanns Viðskiptaráðs á opnum fundi Sjálfstæðisfélagsins í Reykjanesbæ nýlega.

Hreggviður sagði að umsvif Fríhafnarinnar væru veruleg og tímaskekkja en hún er með um þriðjungs markaðshlutdeild í sælgæti og snyrtivörum hér á landi. Fríhöfnin þarf ekki að gera skil á virðisaukaskatti og það skekki samkeppnina. Þá sé arðsemi Fríhafnarinnar lág samanborið við smásala hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum.

Viðskiptaráð telur að hægt sé að losa um fjármuni með því að fá einkaaðila að fjármögnuninni og þá mætti nýta til að lækka vaxtakostnað ríkisins og í leiðinni lækka rekstraráhættu ríkisins. Einnig gæti það bætt rekstrarhorfur Keflavíkurflugvallar að fá fjársterka aðila með þekkingu á rekstri alþjóðlegra flugvalla  sem meðeiganda og geti hjálpað til með hraðari uppbyggingu. Nefndi Hreggviður dæmi frá Kaupmannahöfn þar sem danska ríkið seldi helming í Kastrup flugvelli.

Public deli
Public deli

Gríðar miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í flugstöðinni undanfarin ár og sér vart fyrir endann á þeim á næstu árum.