Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Leggur enn frekar lóð á vogaskálar atvinnulífsins
Laugardagur 28. janúar 2012 kl. 23:48

Leggur enn frekar lóð á vogaskálar atvinnulífsins

Oddný G Harðardóttur fjármálaraðherra fór yfir ríkisfjármálin á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag með sérstöku tilliti til atvinnumála. Hún sagði eðli málsins samkvæmt að  ríkisfjármálin væru nátengd atvinnumálum, því ríkissjóður nærist á atvinnulífinu og ríkissjóð væri hægt að nota til að örva atvinnulífið.  Vega þyrfti og meta hagsmuni ríkisins, skattgreiðenda, í þessum málum sem öðrum.  Nú væru merki öll merki uppi um batnandi hag en áfram þyrfti að stjórna málum af ábyrgð, áræðni og aðhald. Frá þessu er greint á vef Samfylkingarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Oddný sagði þróunin vera í rétta átt og viðsnúningurinn væri hafin, t.d. sé hagvöxtur áætlaður 2.4% árið 2012, atvinnuleysi hafilækkað  um 1 prósentustig og kaupmáttur launa hafi hækkað um 3,7% á einu ári. Atvinnuleysi sé þó enn alltof hátt og atvinnumál séu og verði forgangsmál ríkisstjórnarinnar.

Oddný sagði ráðuneyti fjármála hafi lagt - og muni ennfrekar undir hennar stjórn - leggja sitt lóð á vogaskálar atvinnulífsins; t.d. hafi átakið „Allir vinna“  verið framlengt, fjögur fyrirtæki hafi nýtt sér lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi frá 2010; Álþynnuverksmiðja Becromal á Akureyri, Kísilmálmsverksmiðja Thorsil, Kísilmálmsverksmiðja Íslenska Kísilfélagsins í Helguvík og Gagnaver Verne á Keflavíkurflugvelli sem tekur formlega til starfa 8. febrúar nk. Einnig sé unnið samkvæmt fjárfestingaleið Seðlabanka Íslands sem hvetji eigendur erlends fjármagns til að taka þátt í uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi, þá fái sprota og nýsköpunarfyrirtæki 15% endurgreiðslu vegna rannsókna og þróunar, 20% af framleiðslukostnaði í kvikmyndagerð fæst endurgreiddur og gert hefur verið öflugt markaðsátak í ferðaþjónustu svi eitthvað sé nefnt.

Að lokum sagði fjármálaráðherra að stöðvun á skuldasöfnun ríkissjóðs væri mikilvægt hagsmunamál atvinnulífsins og að uppbygging fjölbreytts atvinnulífs væri lykillinn að efnahagslegu öryggi. Það að reka hallausan ríkissjóð væri í sjálfu sér ekki vandamál heldur verkefni. En verkefnið má ekki bara snúast um töluleg markmið, meginmarkmiðin eru réttlæti og jöfnuður.