Leggur áherslu á mikilvægi uppbyggingar Helguvíkurhafnar

- sem farmflutningahafnar fyrir Suðurnes

Bæjarráð Sveitarfélagsnis Garðs leggur áherslu á mikilvægi uppbyggingar Helguvíkurhafnar sem farmflutningahafnar fyrir Suðurnes og hvetur stjórnvöld til að veita áformum um uppbyggingu hafnarinnar brautargengi í samgönguáætlun 2018 til 2021.
 
Greinargerð frá hafnarstjóra Helguvíkurhafnar var tekin fyrir á fundinum í tengslum við Samgönguáætlun 2018 til 2021, þar sem fjallað er um uppbyggingaráform hafnarinnar og mikilvægi þess að sveitarfélögin á Suðurnesjum styðji við þau.
 
Bæjarráð og bæjarstjórn Voga hefur einnig tekið málið fyrir og er sammála um mikilvægi uppbyggingar Helguvíkurhafnar sem farmflutningahafnar landshlutans og hvetur fjárveitingarvaldið til að veita uppbyggingaráformum hafnarinnar brautargengi í Samgönguáætlun 2018 til 2021.