Leggur áherslu á mikilvægi hækkunar sérstaks húsnæðisstuðnings
Bjarney Rós Guðmundsdóttir, teymisstjóri ráðgjafar- og virkniteymis, gerði grein fyrir tillögu um hækkun sérstaks húsnæðisstuðnings Reykjanesbæjar vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar á síðasta fundi velferðarráðs Reykjanesbæjar.
Velferðarráð vísar málinu til bæjarráðs og leggur áherslu á mikilvægi hækkunar sérstaks húsnæðisstuðnings til að draga úr áhrifum verðbólgu á lífskjör viðkvæmustu hópa samfélagsins, hún er til þess fallin að styðja við tekjulægstu hópa leigjenda.