Leggja Prima Care til 5 hektara lands í Garði
Sveitarfélagið Garður hefur lýst sig reiðubúið, með viljayfirlýsingu, til að stuðla að komu sjúkrastofnunar Prima Care í Garð. Staðsetning á fyrirhugaðri uppbyggingu á sjúkrahúsi og heilsumiðstöð Prima Care í Garði mun hafa gríðarleg áhrif á framtíðaruppbyggingu sveitarfélagsins. Allt að 800 störf skapast með tilkomu sjúkrahúss, hótels og tengdri starfsemi.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs samþykkir að leggja fyrirhuguðu verkefni Prima Care á Íslandi til land fyrir uppbyggingu verkefnisins, allt að 5 hektara lands í eigu Garðs samkvæmt fyrirhuguðum samningum um að verkefnið verði staðsett í Garði.
Þetta var samþykkt samhljóða á fundi bæjarráðs í Garði í gærkvöldi.