Leggja ljósleiðaralagnir með Nesvegi
Ljósleiðarinn, áður Gagnaveita Reykjavíkur, hefur sótt um framkvæmdaleyfi til bæjaryfirvalda í Grindavík fyrir því að plægja niður ídráttarör meðfram Nesvegi vestan við Grindavík heim að sveitarfélagsmörkum við Reykjanesbæ.
Afnotaleyfi frá Vegagerðinni liggur fyrir en lögnin liggur innan veghelgunarsvæðis Nesvegar ásamt umsögn frá Umhverfisstofnun. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag Grindavíkurbæjar.
Skipulagsnefnd Grindavíkur hefur heimilað skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi að uppfylltum öllum skilyrðum laga og reglna.