Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Leggja kantsteina við Njarðarbraut
Þriðjudagur 30. ágúst 2005 kl. 16:57

Leggja kantsteina við Njarðarbraut

Framkvæmdir standa yfir þessa dagana við fegrun og frágang við Njarðarbraut í Reykjanesbæ.

Í þessum áfanga verður lagður kantsteinn meðfram götunni og tyrft meðfram. Er kappkostað að ljúka verkinu sem fyrst.

Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðmaður Umhverfis- og Skipulagssviðs Reykjanesbæjar, sagði í samtali við Víkurfréttir að útlit götunnar eftir umbæturnar yrði í svipuðum stíl og Hafnargatan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024