Leggja Garðvangi til aukaframlag
Bæjarráð Sandgerðisbæjar leggur til að Sandgerðisbær leggi til 1.381.500 kr. sem aukaframlag til reksturs Garðvangs í samræmi við erindi stjórnar D.S. dags. 07.03.2012.
Bæjarráð telur samt sem áður að það sé á ábyrgð ríkisins að standa straum af kostnaði við rekstur Garðvangs og því krafa ráðsins að íslenska ríkið endurgreiði ofangreint framlag. Bæjarráð telur rétt að framlag Sandgerðisbæjar sé háð því skilyrði að öll sveitarfélögin sem standa að D.S. leggi málinu lið.