Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lávarðadeild stofnuð í Keflavík
Mánudagur 7. mars 2005 kl. 15:25

Lávarðadeild stofnuð í Keflavík

Fyrirhugað er að stofna svokallaða lávarðadeild í tengslum við knattspyrnuna í Keflavík. Allir fyrrum leikmenn og stjórnarmenn í Keflavík fá boð um að starfa með deildinni. Stofnfundur verður á miðvikudag í næstu viku.
Guðjón Þórðarson, þjálfari Keflavíkur, mun hafa yfir undirbúninginn fyrir sumarið á fundinum og margt annað fróðlegt verður uppi á borðum. Með lávarðadeildinni er hugmyndin að virkja bæði fyrrum leikmenn og stjórnarmenn til starfa og finna þeim hlutverk í ört stækkandi klúbbi, sem Keflavík er að verða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024