Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 23. febrúar 2000 kl. 15:08

Lausar lóðir í bænum

Heiðar Ásgeirsson, byggingafulltrúi Reykjanesbæjar sagði að í desember hafi verið um 26 lausar lóðir í bænum en aðeins 15-17 af þeim gætu komið til úthlutunar á vegum bæjarins. „Þær lóðir sem ekki er hægt að úthluta eru einkalóðir og það svarar ekki kostnaði fyrir bæjarfélagið að taka þær eignarnámi. Eignarnámi verður að beita varlega og því er ekki beitt nema það sé í almannaþágu. Ein stök lóð flokkast ekki undir almannaþágu“, segir Heiðar en bendir jafnframt á að fólki sé að sjálfsögðu frjálst að hafa samband við þessa einkaaðila og semja við þá um lóðakaup. Bærinn mun úhluta um 16 lóðum á þessu ári, átta á Bakkaveginum, fimm í Höfnum og þremur við Framnesveg, þannig að ekki er öll nótt úti enn fyrir þá sem hafa hug á að reisa sér þak yfir höfuðið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024