Föstudagur 20. júlí 2001 kl. 10:44
Lausar kennslustofur í Heiðarskóla
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum þann 19. júlí s.l. heimild til framkvæmda vegna færanlegra kennslustofa við Heiðarskóla.
Kostnaðaráætlun vegna uppsetningar á lausum kennslustofum er kr. 3.630 og kr. 3.105.700 vegna húsgagna og búnaðar. Áætlaður heildarkostnaður er kr. 6.745.700.