Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lausamunir geta tekist á loft
Þriðjudagur 8. september 2015 kl. 13:02

Lausamunir geta tekist á loft

Mikilvægt er að almenningur, sér í lagi á suðvesturlandi, geri ráðstafanir í tíma og gangi frá lausamunum utandyra fyrir nóttina. Trampólín, garðhúsgögn og grill eru meðal þess sem þarf að huga að. Eins þurfa verktakar og aðrir hlutaðeigandi að ganga vel frá á vinnusvæðum og þeir sem ætla að vera á ferðinni með eftirvagna ættu að bíða veðrið af sér.

Samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni hjá Veðurvaktinni mun lægð koma úr suðri og valda suðaustan stormi á landinu í nótt og í fyrramálið. Hún fer hratt yfir og umhverfis hana eru varasamar vindrastir. Sú skæðasta virðist ætla að fara yfir suðvestan- og vestanvert landið í nótt og nær veður hámarki ef að líkum lætur á milli kl. þrjú og sex í nótt. Spáð er meðalvindi allt að 25 m/s og hviður gætu hæglega farið í 35-40 m/s. Við þessar aðstæður er vindur oft líka byljóttur á bersvæði. Þessu fylgir hlýindi og slagveðursrigning.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024